Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár 31. janúar 2007 18:45 Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira