Körfubolti

Kobe Bryant í bann fyrir olnbogaskot

Ginobili keyrir hér á Bryant í leik San Antonio og LA Lakers á sunnudagskvöld
Ginobili keyrir hér á Bryant í leik San Antonio og LA Lakers á sunnudagskvöld NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant hjá LA Lakers verður ekki með liðinu í nótt þegar það mætir New York Knicks eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að gefa Manu Ginobili hjá San Antonio olnbogaskot í leik liðanna á sunnudagskvöld. Bryant er steinhissa á þessum tíðindum.

"Ég hef aldrei vitað annað eins. Menn fá olnboga í andlitið hvað eftir annað í leikjum í deildinni. Ég á ekki orð yfir þessu - þetta stenst ekki nokkur rök," sagði Bryant við blaðamenn í New York nú síðdegis.

Þjálfari hans Phil Jackson tekur í sama streng. "Ég er óhress með það hvernig farið er með Kobe, sem einn besta mann deildarinnar," sagði Jackson.

Bryant skorar að meðaltali 28,4 stig í leik og er lang stigahæsti leikmaður LA Lakers. Liðið verður því án hans í fyrsta leik sínum á átta leikja keppnisferðalagi sem hefst í New York í kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×