Körfubolti

Minnesota stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix

Kevin Garnett átti stórleik í sigri Minnesota á Phoenix í nótt
Kevin Garnett átti stórleik í sigri Minnesota á Phoenix í nótt NordicPhotos/GettyImages

Kevin Garnett átti stórleik fyrir Minnesota Timberwolves í nótt þegar liðið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix Suns í NBA deildinni með 121-112 sigri á heimavelli sínum. Denver á enn í vandræðum þrátt fyrir að vera búið að fá Carmelo Anthony aftur úr meiðslum og Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Utah með flautukörfu.

Kevin Garnett skoraði 44 stig og hirti 11 fráköst þegar Minnesota skellti Phoenix 121-112 á heimavelli. Raja Bell skoraði 26 stig fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar.

Denver á í bullandi vandræðum þrátt fyrir að vera komið með stjörnur sínar aftur til leiks og í nótt tapaði liðið 105-101 á heimavelli fyrir Charlotte. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Denver en Gerald Wallace skoraði 25 stig og hirti 13 fráköst fyrir Charlotte. Þetta var þriðja tap Denver í röð.  

New Jersey lagði meiðslum hrjáð lið Utah Jazz á útivelli 116-115 þar sem Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey og tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 25 stig.

Atlanta lagði Orlando 93-83 þar sem Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta.

New Orleans lagði Portland 103-91. David West skoraði 21 stig fyrir New Orleans en Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland.

Memphis lagði Sacramento 124-117. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Pau Gasol skoraði 34 stig fyrir Memphis.

Houston vann auðveldan sigur á Philadelphia 105-84. Tracy McGrady skoraði 25 stig fyrir Houston en Andre Iquodala skoraði 19 stig fyrir Philadelphia. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×