Handbolti

Þjálfari Dana: Þetta verður eins og í hryllingsmynd

Ulrik Wilbek er vanur að láta öllum illum látum á hliðarlínunni. Ætli hann líti svona út þegar hann horfir á hryllingsmyndir heima í stofu?
Ulrik Wilbek er vanur að láta öllum illum látum á hliðarlínunni. Ætli hann líti svona út þegar hann horfir á hryllingsmyndir heima í stofu? MYND/Getty

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, líkir leiknum við Íslendinga á HM í Hamborg á morgun við orrustu sem komi til með að vera eins og hin besta hryllingsmynd að horfa á. Danski þjálfarinn varar við of mikilli bjartsýni.

"Þið skuluð ekki halda það í eina mínútu að leikurinn verði léttur," sagði Wilbek og beindi orðum sínum að almenningi í heimalandi sínu. Wilbek er sagður hafa tekið vítakasta-æfingu með leikmönnum sínum í dag til að vera við öllu búinn fari svo að leikurinn endi með jafntefli.

Ef svo fer tekur við framlenging en ef það er ennþá jafnt eftir tvær framlengingar mun þurfa að grípa til vítakast-keppni til að ná fram úrslitum.

"Leikir Íslands og Danmerkur hafa alltaf verið mjög jafnir og ég á að von að sú verði raunin á morgun. Þetta verður eins og í hryllingsmynd þar sem það lið sem nær að halda einbeitingu lengur mun fara með sigur af hólmi," segir Wilbek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×