Handbolti

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Það bendir margt til þess að það verði fátt um Íslendinga og Dani á pöllunum í Hamborg á morgun þar sem búið var að selja alla miðana á leikinn í forsölu. Joachim Boldsen, sem hér sést í leik með danska liðinu, vandar skipuleggjendum mótsins ekki kveðjurnar.
Það bendir margt til þess að það verði fátt um Íslendinga og Dani á pöllunum í Hamborg á morgun þar sem búið var að selja alla miðana á leikinn í forsölu. Joachim Boldsen, sem hér sést í leik með danska liðinu, vandar skipuleggjendum mótsins ekki kveðjurnar.

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun, en allt útlit er fyrir að meirihluti áhorfenda á leiknum verði hlutlausir Þjóðverjar.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur verið í símanum í nánast allan dag til að freista þess að fá einhverja miða á leikinn fyrir hina fjölmörgu Íslendinga sem nú eru í Íslandi og vilja ólmir sjá leikinn. Skipuleggendur mótsins vara hins vegar við nokkurri bjartsýnni og segja ólíklegt að HSÍ fái svo lítið sem 100 miða þar sem búið var að selja alla miðana á leikinn áður en það lá ljóst fyrir hvaða lið myndu mætast.

Danir eru í sömu stöðu og svo virðist sem að handknattleikssambandið þar í landi fái enga miða heldur. Hins vegar er líklegra að einhverjir Danir hafi þegar tryggt sér miða á leikinn í forsölu, enda Hamborg í næsta nágrenni við Danmörku.

Joachim Boldsen, leikmaður danska liðsins, sagði í dag að skipuleggjendur mótsins væru heiladauðir. "Þetta er náttúrulega alveg glórulaust. Að sjálfsögðu hefði átt að bíða með að selja hluta miðanna þar til að það lægi ljóst fyrir hvaða þjóðir væru að mætast. Það er langt síðan ég hef orðið vitni að öðrum eins heiladauða hjá skipuleggjendum," sagði Boldsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×