Miami tapaði í endurkomu Shaquille O´Neal 25. janúar 2007 12:26 Shaquille O´Neal og Dwyane Wade eru nú loksins að ná heilsu og spiluðu sinn fyrsta leik saman í nótt frá því í nóvember á síðasta ári NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu. Indiana lagði Miami 96-94. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 5 stig á 14 mínútum, en þetta var aðeins í níunda sinn á ferlinum sem hann kemur inn af varamannabekk. Troy Murphy skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana. Cleveland tapaði heima fyrir Philadelphia í framlengingu 118-115. LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland en Andre Iquodala skoraði 34 stig fyrir Philadelphia. Toronto lagði NewOrleans 90-88 þar sem Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Toronto en Rasual Butler skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Detroit lagði Charlotte á útivelli 103-92. Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit en Gerald Wallace skoraði 29 stig fyrir Charlotte. Atlanta lagði Boston 82-76 á útivelli og færði Boston níunda tapið í röð. Joe Johnson og Josh Smith skoruðu 21 stig fyrir Atlanta en Delonte West var með 18 fyrir Boston. Phoenix skoraði 63 stig í síðari hálfleik og tryggði sér 15. sigurinn í röð þegar liðið skellti New York á útivelli 112-107. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Phoenix vinnur 15 leiki í röð og er um leið fyrsta liðið sem nær tveimur 15+ leikja sigurgöngu síðan meistarar LA Lakers afrekuðu það tímabilið ´99-2000. Amare Stoudemire skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 14 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. San Antonio tapaði enn einum leiknum á heimavelli þegar liðið lá fyrir grönnum sínum í Houston 90-85. Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston - líkt og Tim Duncan hjá San Antonio, en hann hirti auk þess 10 fráköst. Memphis vann ævintýralegan sigur á Utah á útivelli 132-130 eftir framlengingu í sjónvarpsleiknum á NBA TV, en þetta var aðeins þriði útisigur Memphis í allan vetur. Memphis var með unnin leik í lokin, en tvær þriggja stiga körfur með nokkurra sekúndna millibili skutu Utah aftur inn í leikinn - en það var svo gamla brýnið Eddie Jones sem tryggði Memphis sigurinn með skoti á hlaupum um leið og lokaflautið í framlengingu gall. Carlos Boozer skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams setti persónulegt met með 21 stoðsendingu. Chucky Atkins skoraði 29 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Memphis og Pau Gasol náði annari þrennu sinni á ferlinum með 17 stigum, 13 fráköstum og 12 stoðsendingum. Portland lagði Minnesota 101-98 þar sem Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland en Kevin Garnett skoraði 31 stig fyrir Minnesota. Sacramento skellti Milwaukee 114-106. Earl Boykins skoraði 36 stig fyrir Milwaukee en Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento. Loks tryggði Monta Ellis Golden State sigur á New Jersey með flautukörfu í 110-109 sigri heimamanna. Al Harrington skoraði 29 stig fyrir Golden State en Jason Kidd skoraði 26 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar. NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu. Indiana lagði Miami 96-94. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 5 stig á 14 mínútum, en þetta var aðeins í níunda sinn á ferlinum sem hann kemur inn af varamannabekk. Troy Murphy skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana. Cleveland tapaði heima fyrir Philadelphia í framlengingu 118-115. LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland en Andre Iquodala skoraði 34 stig fyrir Philadelphia. Toronto lagði NewOrleans 90-88 þar sem Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Toronto en Rasual Butler skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Detroit lagði Charlotte á útivelli 103-92. Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit en Gerald Wallace skoraði 29 stig fyrir Charlotte. Atlanta lagði Boston 82-76 á útivelli og færði Boston níunda tapið í röð. Joe Johnson og Josh Smith skoruðu 21 stig fyrir Atlanta en Delonte West var með 18 fyrir Boston. Phoenix skoraði 63 stig í síðari hálfleik og tryggði sér 15. sigurinn í röð þegar liðið skellti New York á útivelli 112-107. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Phoenix vinnur 15 leiki í röð og er um leið fyrsta liðið sem nær tveimur 15+ leikja sigurgöngu síðan meistarar LA Lakers afrekuðu það tímabilið ´99-2000. Amare Stoudemire skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 14 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. San Antonio tapaði enn einum leiknum á heimavelli þegar liðið lá fyrir grönnum sínum í Houston 90-85. Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston - líkt og Tim Duncan hjá San Antonio, en hann hirti auk þess 10 fráköst. Memphis vann ævintýralegan sigur á Utah á útivelli 132-130 eftir framlengingu í sjónvarpsleiknum á NBA TV, en þetta var aðeins þriði útisigur Memphis í allan vetur. Memphis var með unnin leik í lokin, en tvær þriggja stiga körfur með nokkurra sekúndna millibili skutu Utah aftur inn í leikinn - en það var svo gamla brýnið Eddie Jones sem tryggði Memphis sigurinn með skoti á hlaupum um leið og lokaflautið í framlengingu gall. Carlos Boozer skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams setti persónulegt met með 21 stoðsendingu. Chucky Atkins skoraði 29 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Memphis og Pau Gasol náði annari þrennu sinni á ferlinum með 17 stigum, 13 fráköstum og 12 stoðsendingum. Portland lagði Minnesota 101-98 þar sem Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland en Kevin Garnett skoraði 31 stig fyrir Minnesota. Sacramento skellti Milwaukee 114-106. Earl Boykins skoraði 36 stig fyrir Milwaukee en Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento. Loks tryggði Monta Ellis Golden State sigur á New Jersey með flautukörfu í 110-109 sigri heimamanna. Al Harrington skoraði 29 stig fyrir Golden State en Jason Kidd skoraði 26 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum