Lygavefur á netinu endaði með morði 22. janúar 2007 16:57 Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent