Körfubolti

Artest mætir til Detroit með hanakamb

Ron Artest ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í Detroit í nótt
Ron Artest ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í Detroit í nótt NordicPhotos/GettyImages
Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento Kings ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í nótt þegar hann mætir í The Palace, heimavöll Detroit Pistons, í fyrsta skipti síðan hann lenti þar í einum frægustu slagsmálum í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum. Artest lét félaga sinn raka á sig hanakamb í gærkvöldi.

Endurkoma Artest til Detroit hefur verið mikið í fréttum í Bandaríkjunum síðustu daga og þó Artest segist löngu vera búinn að gleyma slagsmálunum frægu og eftirköstum þeirra, er ekki að sjá að kappinn ætli að láta lítið fyrir sér fara. Öryggisreglur hafa nú verið hertar til muna í deildinni eftir atvikið ljóta og forráðamenn deildarinnar taka nú mjög hart á öllum pústrum sem verða innan vallar.

Það er engu að síður nokkuð öruggt að David Stern, forseti NBA deildarinnar - sem og allir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum og víðar - munu hafa annað augað á leik Detroit og Sacramento í The Palace í kvöld og flestir munu líklega verða með tilbúna spólu í myndbandstækinu.... bara svona til vara.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×