Meint fangaflugvél lenti hér á landi 16. janúar 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent