Erlent

Zapatero fer undan í flæmingi um Baska

Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar.
Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar. MYND/AP

Forsætisráðherra Spánar vék sér undan því í dag að svara því hvort hann sé tilbúinn að halda áfram viðræðum við aðskilanaðarhreyfingu Baska, ETA, eftir að þeir rufu níu mánaða vopnahlé með mikilli bílsprengju, fyrir tveim vikum. Tveir menn fórust í sprengingunni. Fram til þess voru Spánverjar farnir að vona að áratuga hryðjuverkum Baska myndi brátt linna.

Innanríkisráðherra Spánar sagði í samtali við New York Times, í síðustu viku að ríkisstjórnin myndi aldrei aftur setjast að samningaborðinu með Böskum. Jose Zapatero, forsætisráðherra, var spurður að því í blaðaviðtali í dag hvort hann tæki undir þessi orð innanríkisráðherrans.

Zapatero vék sér undan að svara sem best hann gat, þar til hann klykkti út með; "Nú er ekki tíminn til þess að tala um framtíðina. Ég meina það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×