Erlent

Isabella Peron framseld

Isabella Peron var í gær framseld yfirvöldum í Argentínu vegna gruns um að hún hafi fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum sem forseti Argentínu. Hún tók við embætti á forseta áttunda áratug síðustu aldar eftir að eiginmaður hennar, Juan Peron, þáverandi forseti Argentínu, lést.

Isabella giftist Peron nokkrum árum eftir að hin goðsagnakennda eiginkona hans Eva Peron lést. Isabella, sem er 75 ára, hefur búið á Spáni síðan herinn kom henni frá völdum árið 1976. Mannréttindahópar segja að hún beri ábyrgð á þeirri óöld og þeim þjáningum sem leiddu til valdaránsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×