Bíó og sjónvarp

Johnny Depp leikur Litvinenko

Johnny Depp er álitinn einn skrýtnasti leikarinn í Hollywood en virtur leikari engu að síður.
Johnny Depp er álitinn einn skrýtnasti leikarinn í Hollywood en virtur leikari engu að síður. MYND/Reuters

Hollywoodleikarinn Johnny Depp ætlar að gera kvikmynd um rússneska njósnarann Litvinenko, dramatískt dauðastríð hans eftir póloneitrun og reyfarakennda leitina að morðingja hans. Sagt er að Depp ætli einnig að leika aðalhlutverkið sjálfur.

Samkvæmt dagblaðinu Variety, keyptu Warner Bros nýverið kvikmyndaréttinn að óútkominni bók Alans Cowells, sem mun bera titilinn Saga Sasha: Líf og dauði rússnesks njósnara. Fylgir sögunni að Warner Bros muni fela Infinitum Nihil, fyrirtæki Depps að gera kvikmynd úr sögunni.

Bókin er væntanleg seinna á þessu ári og mun taka á málum á borð kjarnorkuafvopnun og alþjóðlegum hryðjuverkum, fyrir utan að fjalla um líf og dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Litvinenkos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.