Körfubolti

Boykins á leið til Milwaukee

Litli og Stóri - Earl Boykins stendur hér við hliðina á kínverska tröllinu Yao Ming
Litli og Stóri - Earl Boykins stendur hér við hliðina á kínverska tröllinu Yao Ming NordicPhotos/GettyImages

Minnsti leikmaðurinn í NBA deildinni, leikstjórnandinn Earl Boykins hjá Denver Nuggets, er á leið til Milwaukee Bucks ásamt framherjanum Julius Hodge í skiptum fyrir bakvörðinn Steve Blake. Þetta er fyrst og fremst ráðstöfun til að spara peninga af hálfu Denver, en Milwaukee liðið er í gríðarlegum meiðslavandræðum þessa dagana.

Boykins, sem er 165 cm hár og vegur 60 kíló, hefur farið víða í deildinni á ferlinum og náði fyrst að festa sig í sessi hjá Denver leiktíðina 2003-04. Hann hefur reyndar aldrei verið eins atkvæðamikill og í vetur og hefur skorað yfir 15 stig að meðaltali í leik. Þar af hefur hann skorað 20 stig í 8 af síðustu 10 leikjum Denver í fjarveru Carmelo Anthony.

Reiknað er með því að félagaskipti þessi verði kláruð seint í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×