Erlent

Obasanjo sýnir mátt sinn

Olesegun Obasanjo, forseti Nígeríu.
Olesegun Obasanjo, forseti Nígeríu. MYND/Reuters

Leynilögreglan í Nígeríu, SSS, handtók í dag ritstjóra og framkvæmdastjóra dagblaðs í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Alls komu 15 lögreglumenn inn á skrifstofu blaðsins til þess að grafast fyrir um heimildarmenn greinar sem að deildi á einn af stuðningsmönnum forseta Nígeríu. Þegar ritstjórinn vildi ekkert gefa upp voru hann og framkvæmdastjóri blaðsins handteknir.

SSS leynilögreglan svarar beint undir forsetaembættið í Nígeríu og er talin vera ógnvaldur frelsisins af mörgum mannréttindasamtökum sem starfa í Nígeríu. Fjölmiðlafrelsi hefur þó verið að aukast í Nígeríu undanfarin ár en ríkið varð lýðræðisríki árið 1999.

Mál eins og þessi koma þó upp annað slagið og í fyrra voru tveir fréttamenn ákærðir fyrir lygar vegna fréttar sem þeir gerðu um að nýja einkaþota forsetans væri í raun notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×