Erlent

Miðborg Austin í Texas lokað vegna mikils fugladauða

Miðborg Austin í Texas var lokað í morgun vegna þess að þar hafa fundist tugir dauðra fugla. Þúsundir manna komust ekki til vinnu sinnar af þessum sökum. Embættismenn segja að þetta sé gert í varúðarskyni, en enginn hefur hugmynd um hversvegna fuglarnir drápust.

Fuglarnir eru af ýmsum tegundum, svo sem spörfuglar og dúfur. Ólíklegt er talið að fuglaflensa hafi orðið þeim að fjörtjóni. Mergðin var slík að það er talið nánast útilokað að svo margir hafi drepist á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×