Seinheppinn Kristinn Ögmundur Jónasson skrifar 3. desember 2007 00:01 Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun