Viðskipti innlent

Plötufyrirtækin sofandi á verðinum

Mugison sjálfur
Mugison sjálfur
Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn:

„Ég held að plötufyrirtæki eins og við þekkjum þau séu dauð. Plötufyrirtæki eru samt nauðsynleg en það eru einfaldlega svo margir, sérstaklega hérna á Íslandi, sem eru að semja, taka upp, gera „art-workið“ og vinna einfaldlega allt sjálfir. Tími plötufyrirtækja er líka liðinn því þau hafa sofnað algjörlega á verðinum. Þau eru ekkert að fylgjast almennilega með núinu lengur. Þetta eru bara gamlir karlar sem sitja við skrifborðin sín og hlusta á Rolling Stones út í eitt. Þeir síðan lepja upp úr blöðunum og eftir „hittum“ á MySpace.
Mugiboogie Nýjasta afurð Mugisonar.
Það er meira verið að fara eftir tölum en innsæi. Með því að gefa út sjálfur dettur peningurinn meira inn á borð hjá manni. Allavega er reynsla mín og vina minna sú að peningurinn á það til að hverfa í einhverja kostnaðarliði sem maður skilur ekkert í en getur ekkert sagt því búið er að kvitta á einhvern samning sem leyfir að fela svona í excel-skjölum.“ - Fréttablaðið, 4. nóvember 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×