Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna 14. nóvember 2007 00:01 Eysteinn Jónsson, tveggja og hálfs árs, fékk sendan upplýsingapakka frá einum bankanna. Hann tók þegar til við að fylla út MiFID-eyðublöðin þegar þau bárust inn um lúguna. Markaðurinn/GVA Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is
Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira