Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna 14. nóvember 2007 00:01 Eysteinn Jónsson, tveggja og hálfs árs, fékk sendan upplýsingapakka frá einum bankanna. Hann tók þegar til við að fylla út MiFID-eyðublöðin þegar þau bárust inn um lúguna. Markaðurinn/GVA Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is
Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira