Sparisjóðir í ólgusjó breytinga 3. október 2007 00:01 Regnbogi í Mosfellsdal. MYND/GVA Um árabil hefur sparisjóðum landsins fækkað hratt með sameiningum um leið og þeir sem eftir standa hafa eflst. Þá hefur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis varðað leið þeirra sem svo kjósa inn í hlutafélagsformið. Breytingar þessar eru ekki lausar við átök og deilur og mætti segja sem svo að þar mætist ólík viðhorf þeirra sem halda vilja í heiðri fyrri hugsjónir sparisjóðanna og þeirra sem telja allt umhverfi sparisjóðanna þannig að breytingar verði ekki umflúnar. Í hópi þeirra síðarnefndu eru líka þeir sem fagna breytingunum og segjast sjá í þeim tækifæri. Íþyngjandi reglurHiminn og haf virðist hins vegar skilja menn að. Þannig segist Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, telja nánast jafngilda þjófnaði þegar eigið fé sjóða hefur verið fært yfir í stofnfé með aðferðum sem hann telur misjafnar, enda séu menn þar að teygja sig í fjármuni sem þeim hafi aldrei verið ætlaðir. Stærsta dæmið um þetta ferli segir Ari vera SPRON þar sem fyrir fimm árum, þegar hlutafélagavæðing hafi fyrst verið nefnd, hafi stefnt í að sjálfseignarsjóður sem til yrði ætti 80 prósent í sjóðnum. „Núna eru um 15 prósent eftir,“ segir hann og telur að með þessum hætti flytji fjárfestar verðmæti sem átt hafi að vera sameign yfir til sín. Búast má við hitaumræðum um þessi mál á aðalfundi Sparisjóðasambandsins 19. þessa mánaðar.Innan annarra sparisjóða heyrast þær raddir að nauðsynlegt sé að horfa fram á veginn í breyttu umhverfi og harðnandi samkeppni, þar sem aukinheldur sé illmögulegt að standa í vegi fyrir sölu stofnfjár. Háleitar hugsjónir fyrri tíma um sparisjóði sem bakhjarla fólks í heimabyggð séu ekki hagkvæmar í dag. Þá sé rekstur fjármálastofnana sífellt að verða flóknari og kalli á mjög sérhæft og dýrt starfsfólk og undir slíku fái litlir sparisjóðir ekki staðið til lengdar. Í þeim efnum er vísað til alþjóðlegra reglna um neytendavernd, Basel II reglur og reikningsskilastaðlar.Sparisjóðir landsins eru 23 talsins að meðtöldum Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem breytt hefur verið í hlutafélag. Talan er þó dálítið misvísandi því að allmargir sparisjóðir eru í sömu eigu þótt þeir hafi haldið nöfnum sínum. Þá eru allar líkur á að talan verði innan tíðar 22 með samruna Byrs og Sparisjóðs Kópavogs. Samruni hefur þegar verið samþykktur í Kópavogi, en fjallað er um málið á fundi stofnfjáreigenda Byrs í dag. Byr er sameinaður sjóður Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra. Í framhaldinu hefjast svo viðræður milli Byrs og Sparisjóðs Norðurlands um sameiningu og má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram líkt og verið hefur hingað til. Að þessum sameiningum loknum segir Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjóri Byrs, að hægt verði að huga að hlutafjárvæðingu sjóðsins, en hún verði skoðuð í fullri alvöru.Sala verður ekki hindruðÞá er Sparisjóður Suður-Þingeyinga til dæmis samsettur úr fimm smærri sjóðum. Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Ólafsvíkur runnu saman um síðustu áramót og allar líkur eru á frekari samrunum. Þannig munu í næsta mánuði forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda leggja til á fundi stofnfjáreigenda að sjóðirnir sameinist. Sparisjóðurinn í Keflavík er þegar þriðji stærsti sparisjóður landsins. Þá eru fjórir aðrir sparisjóðir að stærstum hluta í sömu eigu, en Sparisjóður Mýrasýslu á stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar að mestu. Þá er staða Sparisjóðs Mýrasýslu sérstök því að þar gekkst sýslunefnd fyrir stofnun hans og lagði til stofnfé og því ekki um það að ræða að stofnfé sé í eigu sveitarfélaga.Töluverð eftirspurn hefur verið eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða síðustu ár og ræðst áhuginn væntanlega af trú fjárfesta á góðri ávöxtun, hvort heldur það verður á markaði með stofnfé eða eftir hlutafélagavæðingu sjóðanna. Skemmst er að minnast auglýsingar frá félagi að nafni Skandinvest þar sem falast var eftir stofnfjárhlutum í Sparisjóði Norðfjarðar. Samkvæmt heimildum Markaðarins skilaði sú umleitan þó engu. Líkur eru á að menn haldi víða að sér höndum og fylgist með þróuninni. Þannig er til dæmis unnið að stofnun rafræns markaðar með stofnbréf hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og ólíklegt að mikil hreyfing verði á bréfum þar fyrr en að því ferli loknu.Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, segir þó ljóst að myndist þrýstingur innan eigendahóps stofnfjárhluta um að selja eigi stjórnir sjóða bágt með að banna mönnum að selja, en til sölunnar þarf þó samþykki stjórnar. „Menn skipta þá bara út stjórninni á næsta aðalfundi,“ segir hann, en kveður lítinn þrýsting hafa verið í þá átt hjá Suður-Þingeyingum til þessa. „Helsta vörn sparisjóða í þessum efnum er að fjölga stofnfjáreigendum,“ segir Ari, en með þeim hætti eru lægri upphæðir í boði fyrir hlut hvers og eins og því minni þrýstingur á að selja.Ljóst er að ekki sér fyrir endann á hræringum í hópi sparisjóða og þess skemmst að minnast að fjölmennur fundur eigenda stofnfjár í Sparisjóði Svarfdæla samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að fela stjórn sjóðsins undirbúning að breytingu hans í hlutafélag. Jóhann Antonsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir að við taki eiginleg undirbúningsvinna, en þar hefur verið ákveðið að fjölga ekki í hópi stofnfjáreigenda. Til verður sjálfseignarstofnun sem aftur verður hluthafi í sparisjóðnum, en eignir og arður þeirrar stofnunar verða bundin líknar- og menningarmálum á starfssvæði sjóðsins, Dalvíkurbyggð og Hrísey. Aðrir hluthafar verða núverandi stofnfjáraðilar sem fá hlutabréf í stað stofnfjárhluta. Jóhann býst við að formleg breyting geti gengið í gegn strax á næsta ári, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins.Smærri sjóðir fylgjast örugglega vel með hvernig til tekst hjá Svarfdælum, enda önnur leið farin en hjá SPRON þar sem fjölgað var verulega og markvisst í hópi stofnfjáreigenda og komið á markaði með stofnbréf áður en ráðist var í breytinguna í hlutafélag. Líklegt verður að teljast að sparisjóðir þar sem komið hefur verið á rafrænum markaði með stofnbréf feti slóð líkari þeirri sem SPRON hefur troðið þegar fram líða stundir. Hins vegar heyrast líka þær raddir að hlutafélagaformið þrýsti ekki svo mjög á takist sparisjóðum á annað borð að efla reksturinn og styrkja með samrunum og samstarfi. Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Um árabil hefur sparisjóðum landsins fækkað hratt með sameiningum um leið og þeir sem eftir standa hafa eflst. Þá hefur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis varðað leið þeirra sem svo kjósa inn í hlutafélagsformið. Breytingar þessar eru ekki lausar við átök og deilur og mætti segja sem svo að þar mætist ólík viðhorf þeirra sem halda vilja í heiðri fyrri hugsjónir sparisjóðanna og þeirra sem telja allt umhverfi sparisjóðanna þannig að breytingar verði ekki umflúnar. Í hópi þeirra síðarnefndu eru líka þeir sem fagna breytingunum og segjast sjá í þeim tækifæri. Íþyngjandi reglurHiminn og haf virðist hins vegar skilja menn að. Þannig segist Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, telja nánast jafngilda þjófnaði þegar eigið fé sjóða hefur verið fært yfir í stofnfé með aðferðum sem hann telur misjafnar, enda séu menn þar að teygja sig í fjármuni sem þeim hafi aldrei verið ætlaðir. Stærsta dæmið um þetta ferli segir Ari vera SPRON þar sem fyrir fimm árum, þegar hlutafélagavæðing hafi fyrst verið nefnd, hafi stefnt í að sjálfseignarsjóður sem til yrði ætti 80 prósent í sjóðnum. „Núna eru um 15 prósent eftir,“ segir hann og telur að með þessum hætti flytji fjárfestar verðmæti sem átt hafi að vera sameign yfir til sín. Búast má við hitaumræðum um þessi mál á aðalfundi Sparisjóðasambandsins 19. þessa mánaðar.Innan annarra sparisjóða heyrast þær raddir að nauðsynlegt sé að horfa fram á veginn í breyttu umhverfi og harðnandi samkeppni, þar sem aukinheldur sé illmögulegt að standa í vegi fyrir sölu stofnfjár. Háleitar hugsjónir fyrri tíma um sparisjóði sem bakhjarla fólks í heimabyggð séu ekki hagkvæmar í dag. Þá sé rekstur fjármálastofnana sífellt að verða flóknari og kalli á mjög sérhæft og dýrt starfsfólk og undir slíku fái litlir sparisjóðir ekki staðið til lengdar. Í þeim efnum er vísað til alþjóðlegra reglna um neytendavernd, Basel II reglur og reikningsskilastaðlar.Sparisjóðir landsins eru 23 talsins að meðtöldum Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem breytt hefur verið í hlutafélag. Talan er þó dálítið misvísandi því að allmargir sparisjóðir eru í sömu eigu þótt þeir hafi haldið nöfnum sínum. Þá eru allar líkur á að talan verði innan tíðar 22 með samruna Byrs og Sparisjóðs Kópavogs. Samruni hefur þegar verið samþykktur í Kópavogi, en fjallað er um málið á fundi stofnfjáreigenda Byrs í dag. Byr er sameinaður sjóður Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra. Í framhaldinu hefjast svo viðræður milli Byrs og Sparisjóðs Norðurlands um sameiningu og má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram líkt og verið hefur hingað til. Að þessum sameiningum loknum segir Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjóri Byrs, að hægt verði að huga að hlutafjárvæðingu sjóðsins, en hún verði skoðuð í fullri alvöru.Sala verður ekki hindruðÞá er Sparisjóður Suður-Þingeyinga til dæmis samsettur úr fimm smærri sjóðum. Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Ólafsvíkur runnu saman um síðustu áramót og allar líkur eru á frekari samrunum. Þannig munu í næsta mánuði forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda leggja til á fundi stofnfjáreigenda að sjóðirnir sameinist. Sparisjóðurinn í Keflavík er þegar þriðji stærsti sparisjóður landsins. Þá eru fjórir aðrir sparisjóðir að stærstum hluta í sömu eigu, en Sparisjóður Mýrasýslu á stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar að mestu. Þá er staða Sparisjóðs Mýrasýslu sérstök því að þar gekkst sýslunefnd fyrir stofnun hans og lagði til stofnfé og því ekki um það að ræða að stofnfé sé í eigu sveitarfélaga.Töluverð eftirspurn hefur verið eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða síðustu ár og ræðst áhuginn væntanlega af trú fjárfesta á góðri ávöxtun, hvort heldur það verður á markaði með stofnfé eða eftir hlutafélagavæðingu sjóðanna. Skemmst er að minnast auglýsingar frá félagi að nafni Skandinvest þar sem falast var eftir stofnfjárhlutum í Sparisjóði Norðfjarðar. Samkvæmt heimildum Markaðarins skilaði sú umleitan þó engu. Líkur eru á að menn haldi víða að sér höndum og fylgist með þróuninni. Þannig er til dæmis unnið að stofnun rafræns markaðar með stofnbréf hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og ólíklegt að mikil hreyfing verði á bréfum þar fyrr en að því ferli loknu.Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, segir þó ljóst að myndist þrýstingur innan eigendahóps stofnfjárhluta um að selja eigi stjórnir sjóða bágt með að banna mönnum að selja, en til sölunnar þarf þó samþykki stjórnar. „Menn skipta þá bara út stjórninni á næsta aðalfundi,“ segir hann, en kveður lítinn þrýsting hafa verið í þá átt hjá Suður-Þingeyingum til þessa. „Helsta vörn sparisjóða í þessum efnum er að fjölga stofnfjáreigendum,“ segir Ari, en með þeim hætti eru lægri upphæðir í boði fyrir hlut hvers og eins og því minni þrýstingur á að selja.Ljóst er að ekki sér fyrir endann á hræringum í hópi sparisjóða og þess skemmst að minnast að fjölmennur fundur eigenda stofnfjár í Sparisjóði Svarfdæla samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að fela stjórn sjóðsins undirbúning að breytingu hans í hlutafélag. Jóhann Antonsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir að við taki eiginleg undirbúningsvinna, en þar hefur verið ákveðið að fjölga ekki í hópi stofnfjáreigenda. Til verður sjálfseignarstofnun sem aftur verður hluthafi í sparisjóðnum, en eignir og arður þeirrar stofnunar verða bundin líknar- og menningarmálum á starfssvæði sjóðsins, Dalvíkurbyggð og Hrísey. Aðrir hluthafar verða núverandi stofnfjáraðilar sem fá hlutabréf í stað stofnfjárhluta. Jóhann býst við að formleg breyting geti gengið í gegn strax á næsta ári, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins.Smærri sjóðir fylgjast örugglega vel með hvernig til tekst hjá Svarfdælum, enda önnur leið farin en hjá SPRON þar sem fjölgað var verulega og markvisst í hópi stofnfjáreigenda og komið á markaði með stofnbréf áður en ráðist var í breytinguna í hlutafélag. Líklegt verður að teljast að sparisjóðir þar sem komið hefur verið á rafrænum markaði með stofnbréf feti slóð líkari þeirri sem SPRON hefur troðið þegar fram líða stundir. Hins vegar heyrast líka þær raddir að hlutafélagaformið þrýsti ekki svo mjög á takist sparisjóðum á annað borð að efla reksturinn og styrkja með samrunum og samstarfi.
Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira