Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir 5. september 2007 00:01 Helgi Már Þórðarson Starfsmannastjóri CCP MYND/Valli „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira