Stuðningur til námsgagnakaupa Katrín Júlíusdóttir skrifar 31. ágúst 2007 00:01 Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar