Íslendingar í Edinborg 20. ágúst 2007 04:00 Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira