Valskonur flugu á toppinn 19. ágúst 2007 00:01 Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir skorar hér úr vítaspyrnu, eitt af sex mörkum sínum í gær. MYND/Hilmar Bragi Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira