Auka þarf jöfnuð og draga úr misskiptingu 9. ágúst 2007 05:00 Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun