Um öfgar og öfgaleysi 29. júlí 2007 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar