Menning

Í fótspor Möðruvallamunka

Frá miðaldamarkaði á Gásum í fyrra
Frá miðaldamarkaði á Gásum í fyrra

Minjasafnið á Akureyri, í samvinnu við Amtmannssetrið á Möðruvöllum, stendur fyrir sögugöngu frá miðaldakaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal. Gangan hefst á því að Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri Gásaverkefnisins, veitir gestum leiðsögn um Gásakaupstað. Þá tekur sr. Gylfi Jónsson við leiðsögninni. Hann mun á leiðinni til Möðruvalla draga fram hápunkta úr verki Davíðs Stefánssonar, Munkarnir á Möðruvöllum.

Að því er segir í fréttatilkynningu má sjá mörg stef sem snerta nútímamanninn í verki Davíðs, þó að þeim sé gefinn staður í lífi munkanna á Möðruvöllum. Valdgræðgi og auðsöfnun blasa við í verkinu, og eins eiga sýndarmennska og svik sinn sess í lífinu á Möðruvöllum.

Göngunni lýkur í nýuppgerða leikhúsinu á Möðruvöllum, þar sem vöfflur og kaffi bíða göngufólks. Gangan tekur um fjóra tíma, en þátttökugjald er 1000 krónur. Göngufólki er bent á að búa sig eftir veðri, og hafa nesti meðferðis. Að göngu lokinni verður boðið upp á rútuferð að upphafsstað á Gásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.