Öfgalaus stefna í málefnum Palestínu Árni Páll Árnason skrifar 25. júlí 2007 00:01 Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun