Starfsumhverfið æ alþjóðlegra 25. júlí 2007 00:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögmaður og einn eigenda BBA BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira