Engin hækkun á lífeyri aldraðra enn Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2007 05:30 Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun