Hverju er Ingibjörg Sólrún búin að lofa fyrir okkar hönd? 22. júlí 2007 06:45 Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun