Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið 22. júlí 2007 10:30 Alma Ýr missti neðan af báðum fótum aðeins 17 ára gömul. Hún segist þakklát Össuri fyrir tækifærið til þess að gera hluti sem mörgum finnst sjálfsagðir en eru það í raun ekki. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki." Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki."
Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira