Að verja vondan málstað 18. júlí 2007 02:45 Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun