Er uppbygging ökunáms röng? 12. júlí 2007 06:00 Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar