Tíska og hönnun

Hátíska í regnvotri París

Fallegur jakki og kjóll en töffaralegar leðurgrifflur við.
Fallegur jakki og kjóll en töffaralegar leðurgrifflur við.
Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. „Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“



Línan þótti ólík fyrri línum Karls Lagerfeld fyrir tískuhúsið og hann kynnti nýja sýn á hina klassísku Chanel-dragt. Sýningin fór fram utandyra í Saint Cloud- garðinum í París og rigndi niður á hátískuflíkurnar. Það dró þó ekki úr áhrifum hönnunarinnar og grámóskulegt veðrið fór vel með öllum glæsileikanum.



Þarna mátti meðal annars sjá fjaðrir, pífur og útsaum og litirnir voru dempaðir. Grátt, ljósfjólublátt, fölbleikt, ljósblátt og grænt í bland við svart og hvítt. Sumar fyrirsæturnar báru nýtískulega útgáfu af gömlu lambhúshettunni en leðurbuxur og leðurgrifflur voru gott mótvægi við allar rómantísku og fallegu flíkurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.