Hátíska í regnvotri París 10. júlí 2007 01:30 Fallegur jakki og kjóll en töffaralegar leðurgrifflur við. Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. „Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“ Línan þótti ólík fyrri línum Karls Lagerfeld fyrir tískuhúsið og hann kynnti nýja sýn á hina klassísku Chanel-dragt. Sýningin fór fram utandyra í Saint Cloud- garðinum í París og rigndi niður á hátískuflíkurnar. Það dró þó ekki úr áhrifum hönnunarinnar og grámóskulegt veðrið fór vel með öllum glæsileikanum. Þarna mátti meðal annars sjá fjaðrir, pífur og útsaum og litirnir voru dempaðir. Grátt, ljósfjólublátt, fölbleikt, ljósblátt og grænt í bland við svart og hvítt. Sumar fyrirsæturnar báru nýtískulega útgáfu af gömlu lambhúshettunni en leðurbuxur og leðurgrifflur voru gott mótvægi við allar rómantísku og fallegu flíkurnar. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. „Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“ Línan þótti ólík fyrri línum Karls Lagerfeld fyrir tískuhúsið og hann kynnti nýja sýn á hina klassísku Chanel-dragt. Sýningin fór fram utandyra í Saint Cloud- garðinum í París og rigndi niður á hátískuflíkurnar. Það dró þó ekki úr áhrifum hönnunarinnar og grámóskulegt veðrið fór vel með öllum glæsileikanum. Þarna mátti meðal annars sjá fjaðrir, pífur og útsaum og litirnir voru dempaðir. Grátt, ljósfjólublátt, fölbleikt, ljósblátt og grænt í bland við svart og hvítt. Sumar fyrirsæturnar báru nýtískulega útgáfu af gömlu lambhúshettunni en leðurbuxur og leðurgrifflur voru gott mótvægi við allar rómantísku og fallegu flíkurnar.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira