Netþjónabúin skera úr um sigurvegarann 27. júní 2007 00:15 Netþjónabú hafa verið rekin hér á landi um árabil. Þau eru hins vegar talsvert minni í sniðum en þær gagnageymslur sem Microsoft og Yahoo eru að hugsa um að byggja hér á landi. Markaðurinn/Anton Brink Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar í síðustu viku. Að baki skýrslunni stóðu Fjárfestingastofa Íslands, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi. Niðurstöðurnar voru einkar jákvæðar. Þar kom fram að ytri skilyrði fyrir byggingu og rekstur netþjónabúa er einkar hagkvæmt fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki. Kaup- eða leiga á lóð undir netþjónabú er almennt ódýrari hér en í þeim löndum sem netþjónabú eru fyrir. Þá er rafmagnskostnaður um 20 til 30 prósentum lægri hér en í helstu samkeppnislöndunum, Bandaríkjunum og á Indlandi. Rafmagnskostnaður er mjög mikilvægur liður því stór hluti af kostnaði við netþjónabú liggur í mikilli orkuþörf vegna kælingar á tölvubúnaði. Helsti þröskuldurinn sem staðið hefur í vegi fyrir uppbyggingu sem þessari hefur verið ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Til stendur að laga það með lagningu nýs sæstrengs til Evrópu og Grænlands á næstunni. Að því loknu verður netsamband Íslands við umheiminn tryggt til frambúðar. Netþjónabú hafa verið starfrækt í ýmsum myndum um árabil víða um heim um nokkurra ára skeið. Þar af eru nokkur nú þegar hérlendis af minni gerðinni. Þau eru iðulega tengd tölvufyrirtækjum sterkum böndum og notuð til að þjónusta viðskiptavini fyrirtækjanna. Nokkur erlend fyrirtæki, þar af tvö af stærstu net- og hugbúnaðarfyrirtækjum í heimi hafa alvarlega viðrað hugmyndir um að reisa netþjónabú hér á landi á síðustu tveimur árum. Fulltrúar netveitunnar Yahoo komu hingað til lands um miðjan mánuðinn til að kynna sér aðstæður, ræða við ráðamenn og fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Var haft eftir Kevin Timmons varaforseta aðgerðadeildar Yahoo, að sér þætti landið afar spennandi kostur. Yahoo, sem er meðal stærstu netfyrirtækja heims og býður leitarþjónustu og ókeypis póstþjónustu, rekur 20 netþjónabú víða um heim. Fyrirtækið leitar nú möguleika á því að byggja nýjar gagnageymslur og koma tíu lönd til greina auk Íslands. Fulltrúar frá Microsoft komu í kjölfarið undir lok mánaðarins. Góður grunnur hafði verið lagður að heimsókn fulltrúa fyrirtækisins en bygging netþjónabús er afrakstur viðræðna þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanns bandaríska hugbúnaðarrisans Micorsoft, en þeir hittust á ráðstefnu í Edinborg í Skotlandi í janúar þar sem rætt var um áhrif upplýsingatækni á lýðræði og atvinnulíf í Evrópu. Í kjölfarið var Microsoft á Íslandi falið að athuga möguleikann á því að opna netþjónabú hér. Önnur minni hafa sömuleiðis skoðað möguleikann á því að reisa hér bú, sum hver með það fyrir augum að laða hingað fyrirtæki sem sjái hag í að leigja hér gagnageymslu líkt og fyrirtækið Data Íslandia áætlar að byggja umhverfisvæna gagnageymslu og gagnaþjónustu á Rockville-svæðinu í landi Sandgerðisbæjar. Uppbygging netþjónabúa sem þessara er gríðarlega kostnaðarsöm í uppbyggingu og krefst mikillar sérþekkingar. Rætt hefur verið um að fá hingað til lands hámenntað fólk á sviði tækni- og tölvusviðs í fyrstu, bæði til að vinna við netþjónabúin og miðla af þekkingu sinni til landsmanna, sem muni í framhaldinu taka við starfrækslu þeirra.Grænn stimpillGagnageymsla google Bandaríski netleitarrisinn Google hefur reist hvert netþjónabúið á fætur öðru í Bandaríkjunum og áætlar að reisa fleiri á næstu misserum í Evrópu. Fyrirtækið tók í notkun tvö netþjónabú í nágrenni Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum um mitt síðasta ár. Eins og sést á myndinni er hvert búanna á stærð við knattspyrnuvöll. Markaðurinn/Getty ImagesTölvufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa um árabil rekið sín eigin netþjónabú af öllum stærðum og gerðum en telja má að um 10.000 slík bú sé að finna vestanhafs. Þau stærstu eru á við sjö til átta knattspyrnuvelli og rúma tugi þúsunda tölva þar sem gríðarlegt magn upplýsinga er vistað. Kostnaður við gagnageymslur sem þessar liggur ekki fyrir en ljóst þykir að hann er gríðarlega hár þar sem um fjórðungur kostnaðarins fer í kælingu á tölvubúnaði. Fyrirtækin hafa því leitað allra leiða við að lækka kostnað sem hefur farið hækkandi. Bæði leita þau staðsetningar fyrir netþjónabú þar sem lóðaverð er hagkvæmt auk þess sem þau leita eftir lágu raforkuverði. En fleira spilar inn í, svo sem umhverfismál en fyrirtækin leita eftir því að fá á sig umhverfisvottun, svokallaðan grænan gæðastimpil. Slíku er hægt að fagna hér á landi þar sem horft er til þess að raforkan er vistvæn og endurnýjanleg, svo sem frá jarðvarmavirkjunum. Þá berast engin spilliefni frá netþjónabúunum og er rekstur þeirra því í umhverifsvænna lagi. Bandaríski netleitarrisinn Google er gott dæmi um umhverfisvænt tölvufyrirtæki en hann knýr höfuðstöðvar sínar í Mountain View í Kaliforníu með sólarorku.Umhverfisvæn stóriðjaNetþjónabú þurfa á gríðarlegri raforku að halda og hefur rekstur þeirra verið kallaður umhverfisvæn stóriðja. Ekki að ófyrirsynju eins og fram kom að framan. Raforkuþörf netþjónabúa nema allt frá 10 til 50 megavöttum en til samanburðar er raforkuþörf 250 þúsund tonna álvers um 500 megavött. Þessu til viðbótar mun gagnageymsla Data Íslandia í Sandgerðisbæ þurfa um tvö megavött af raforku eftir uppbyggingu fyrsta áfanga og 10 megavött miðað við full afköst. Í máli þeirra sem komið hafa að athugun á byggingu netþjónabúa hérlendis kemur fram að netþjónabúin krefjist mikils mannafla til að byrja með. Hafa verið nefndar tölur upp á allt að 2.000 manns, þar af um 200 rafvirkjar. Skiljanlega þar sem netþjónabúin eru að mestu leyti tæknihús, víravirki byggt tölvum og snúrum. Sambærilegt netþjónabú og Yahoo-menn og Microsoft hafa rætt um er verið að reisa um þessar mundir í Eemshaven í Hollandi. Þar er rými fyrir 100.000 netþjóna. Bandaríski netleitarrisinn Google hefur verið orðaður sem hugsanlegur leigjandi að plássi í búinu en það hefur ekki fengist staðfest. Raforkuþörf netþjónabúsins er 30 megavött en gert er ráð fyrir að það geti orðið allt að 40 megavött þegar fram í sæki. Ef af byggingu netþjónabúa á borð við þau risahús sem Microsoft áætlar að reisa hér verður að veruleika verður uppgangurinn mestur á þeim 18 mánuðum sem hagkvæmast er að reisa búin. Eftir því sem á líður bætast rafvirkjar við hópinn. Þeim fækkar eftir því sem nær dregur verklokum. Þegar starfsemi hefst svo fyrir alvöru verða einungis á bilinu 5 til 50 manns sem koma til með að starfa við gagnageymsluna sjálfa. Þeir gætu orðið fleiri en fjöldinn fer eftir stærð gagnageymslunnar. Gera má ráð fyrir einhverri þjónustu við netþjónabúin en ósagt skal látið hversu mörg störf geta orðið til tengd þeim. Horft er til þess að hámenntaðir einstaklingar á sviði tölvunarfræða og tengdra sviða muni vinna nær eingöngu við netþjónabúin. Flestir viðmælendur Markaðarins töldu líkur á að í fyrstu yrði að flytja inn starfsfólk með menntun á þessu sviði erlendis frá. Stefnt yrði að því að eftir því sem á liði og fleira sérhæft starfsfólk með menntun á þessu sviði kæmi út á vinnumarkaðinn hérlendis muni Íslendingar hægt og bítandi taka við störfunum. Menn eru sammála um að verði netþjónabú að veruleika hér á landi muni það verða áframhald af stóriðjustefnu og álverum. Bara miklu hreinlegri. Netþjónabúin eru mun náttúruvænni, umhverfisvæn og afturkræfanleg risagímöld. Viðmælendur Markaðarins benda hins vegar á að laun í netþjónabúum séu talsvert betri en í álverum, skapist það af þeirri hátæknimenntun sem fólk hafi. Bent hefur verið á að að netþjónabú þurfi helmingi fleiri starfsmenn á hvert megavatt. Þau séu betur launuð en í álverum og verði efnahagsleg áhrif, ef á heildina er litið, hlutfallslega mun meiri af netþjónabúum en af álverum miðað við orkuþörfina. Undir smásjánni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar í síðustu viku. Að baki skýrslunni stóðu Fjárfestingastofa Íslands, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi. Niðurstöðurnar voru einkar jákvæðar. Þar kom fram að ytri skilyrði fyrir byggingu og rekstur netþjónabúa er einkar hagkvæmt fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki. Kaup- eða leiga á lóð undir netþjónabú er almennt ódýrari hér en í þeim löndum sem netþjónabú eru fyrir. Þá er rafmagnskostnaður um 20 til 30 prósentum lægri hér en í helstu samkeppnislöndunum, Bandaríkjunum og á Indlandi. Rafmagnskostnaður er mjög mikilvægur liður því stór hluti af kostnaði við netþjónabú liggur í mikilli orkuþörf vegna kælingar á tölvubúnaði. Helsti þröskuldurinn sem staðið hefur í vegi fyrir uppbyggingu sem þessari hefur verið ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Til stendur að laga það með lagningu nýs sæstrengs til Evrópu og Grænlands á næstunni. Að því loknu verður netsamband Íslands við umheiminn tryggt til frambúðar. Netþjónabú hafa verið starfrækt í ýmsum myndum um árabil víða um heim um nokkurra ára skeið. Þar af eru nokkur nú þegar hérlendis af minni gerðinni. Þau eru iðulega tengd tölvufyrirtækjum sterkum böndum og notuð til að þjónusta viðskiptavini fyrirtækjanna. Nokkur erlend fyrirtæki, þar af tvö af stærstu net- og hugbúnaðarfyrirtækjum í heimi hafa alvarlega viðrað hugmyndir um að reisa netþjónabú hér á landi á síðustu tveimur árum. Fulltrúar netveitunnar Yahoo komu hingað til lands um miðjan mánuðinn til að kynna sér aðstæður, ræða við ráðamenn og fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Var haft eftir Kevin Timmons varaforseta aðgerðadeildar Yahoo, að sér þætti landið afar spennandi kostur. Yahoo, sem er meðal stærstu netfyrirtækja heims og býður leitarþjónustu og ókeypis póstþjónustu, rekur 20 netþjónabú víða um heim. Fyrirtækið leitar nú möguleika á því að byggja nýjar gagnageymslur og koma tíu lönd til greina auk Íslands. Fulltrúar frá Microsoft komu í kjölfarið undir lok mánaðarins. Góður grunnur hafði verið lagður að heimsókn fulltrúa fyrirtækisins en bygging netþjónabús er afrakstur viðræðna þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanns bandaríska hugbúnaðarrisans Micorsoft, en þeir hittust á ráðstefnu í Edinborg í Skotlandi í janúar þar sem rætt var um áhrif upplýsingatækni á lýðræði og atvinnulíf í Evrópu. Í kjölfarið var Microsoft á Íslandi falið að athuga möguleikann á því að opna netþjónabú hér. Önnur minni hafa sömuleiðis skoðað möguleikann á því að reisa hér bú, sum hver með það fyrir augum að laða hingað fyrirtæki sem sjái hag í að leigja hér gagnageymslu líkt og fyrirtækið Data Íslandia áætlar að byggja umhverfisvæna gagnageymslu og gagnaþjónustu á Rockville-svæðinu í landi Sandgerðisbæjar. Uppbygging netþjónabúa sem þessara er gríðarlega kostnaðarsöm í uppbyggingu og krefst mikillar sérþekkingar. Rætt hefur verið um að fá hingað til lands hámenntað fólk á sviði tækni- og tölvusviðs í fyrstu, bæði til að vinna við netþjónabúin og miðla af þekkingu sinni til landsmanna, sem muni í framhaldinu taka við starfrækslu þeirra.Grænn stimpillGagnageymsla google Bandaríski netleitarrisinn Google hefur reist hvert netþjónabúið á fætur öðru í Bandaríkjunum og áætlar að reisa fleiri á næstu misserum í Evrópu. Fyrirtækið tók í notkun tvö netþjónabú í nágrenni Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum um mitt síðasta ár. Eins og sést á myndinni er hvert búanna á stærð við knattspyrnuvöll. Markaðurinn/Getty ImagesTölvufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa um árabil rekið sín eigin netþjónabú af öllum stærðum og gerðum en telja má að um 10.000 slík bú sé að finna vestanhafs. Þau stærstu eru á við sjö til átta knattspyrnuvelli og rúma tugi þúsunda tölva þar sem gríðarlegt magn upplýsinga er vistað. Kostnaður við gagnageymslur sem þessar liggur ekki fyrir en ljóst þykir að hann er gríðarlega hár þar sem um fjórðungur kostnaðarins fer í kælingu á tölvubúnaði. Fyrirtækin hafa því leitað allra leiða við að lækka kostnað sem hefur farið hækkandi. Bæði leita þau staðsetningar fyrir netþjónabú þar sem lóðaverð er hagkvæmt auk þess sem þau leita eftir lágu raforkuverði. En fleira spilar inn í, svo sem umhverfismál en fyrirtækin leita eftir því að fá á sig umhverfisvottun, svokallaðan grænan gæðastimpil. Slíku er hægt að fagna hér á landi þar sem horft er til þess að raforkan er vistvæn og endurnýjanleg, svo sem frá jarðvarmavirkjunum. Þá berast engin spilliefni frá netþjónabúunum og er rekstur þeirra því í umhverifsvænna lagi. Bandaríski netleitarrisinn Google er gott dæmi um umhverfisvænt tölvufyrirtæki en hann knýr höfuðstöðvar sínar í Mountain View í Kaliforníu með sólarorku.Umhverfisvæn stóriðjaNetþjónabú þurfa á gríðarlegri raforku að halda og hefur rekstur þeirra verið kallaður umhverfisvæn stóriðja. Ekki að ófyrirsynju eins og fram kom að framan. Raforkuþörf netþjónabúa nema allt frá 10 til 50 megavöttum en til samanburðar er raforkuþörf 250 þúsund tonna álvers um 500 megavött. Þessu til viðbótar mun gagnageymsla Data Íslandia í Sandgerðisbæ þurfa um tvö megavött af raforku eftir uppbyggingu fyrsta áfanga og 10 megavött miðað við full afköst. Í máli þeirra sem komið hafa að athugun á byggingu netþjónabúa hérlendis kemur fram að netþjónabúin krefjist mikils mannafla til að byrja með. Hafa verið nefndar tölur upp á allt að 2.000 manns, þar af um 200 rafvirkjar. Skiljanlega þar sem netþjónabúin eru að mestu leyti tæknihús, víravirki byggt tölvum og snúrum. Sambærilegt netþjónabú og Yahoo-menn og Microsoft hafa rætt um er verið að reisa um þessar mundir í Eemshaven í Hollandi. Þar er rými fyrir 100.000 netþjóna. Bandaríski netleitarrisinn Google hefur verið orðaður sem hugsanlegur leigjandi að plássi í búinu en það hefur ekki fengist staðfest. Raforkuþörf netþjónabúsins er 30 megavött en gert er ráð fyrir að það geti orðið allt að 40 megavött þegar fram í sæki. Ef af byggingu netþjónabúa á borð við þau risahús sem Microsoft áætlar að reisa hér verður að veruleika verður uppgangurinn mestur á þeim 18 mánuðum sem hagkvæmast er að reisa búin. Eftir því sem á líður bætast rafvirkjar við hópinn. Þeim fækkar eftir því sem nær dregur verklokum. Þegar starfsemi hefst svo fyrir alvöru verða einungis á bilinu 5 til 50 manns sem koma til með að starfa við gagnageymsluna sjálfa. Þeir gætu orðið fleiri en fjöldinn fer eftir stærð gagnageymslunnar. Gera má ráð fyrir einhverri þjónustu við netþjónabúin en ósagt skal látið hversu mörg störf geta orðið til tengd þeim. Horft er til þess að hámenntaðir einstaklingar á sviði tölvunarfræða og tengdra sviða muni vinna nær eingöngu við netþjónabúin. Flestir viðmælendur Markaðarins töldu líkur á að í fyrstu yrði að flytja inn starfsfólk með menntun á þessu sviði erlendis frá. Stefnt yrði að því að eftir því sem á liði og fleira sérhæft starfsfólk með menntun á þessu sviði kæmi út á vinnumarkaðinn hérlendis muni Íslendingar hægt og bítandi taka við störfunum. Menn eru sammála um að verði netþjónabú að veruleika hér á landi muni það verða áframhald af stóriðjustefnu og álverum. Bara miklu hreinlegri. Netþjónabúin eru mun náttúruvænni, umhverfisvæn og afturkræfanleg risagímöld. Viðmælendur Markaðarins benda hins vegar á að laun í netþjónabúum séu talsvert betri en í álverum, skapist það af þeirri hátæknimenntun sem fólk hafi. Bent hefur verið á að að netþjónabú þurfi helmingi fleiri starfsmenn á hvert megavatt. Þau séu betur launuð en í álverum og verði efnahagsleg áhrif, ef á heildina er litið, hlutfallslega mun meiri af netþjónabúum en af álverum miðað við orkuþörfina.
Undir smásjánni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira