Banki eða mjaltavél? 14. júní 2007 06:15 Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun