Stærsti orkugjafinn Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2007 06:00 Christina Kharassis er hugsjónakona sem ég kynntist fljótlega hér í Namibíu. Hún varð nýlega sjötug. Hún rekur eins konar skólamötuneyti heima hjá sér, börnin í fátækrahverfinu koma til hennar úr skólanum til að fá hádegismat. Sum koma meira að segja í löngu frímínútum líka til að fá hressingu. Mörg eru munaðarlaus, nokkur með HIV smit, öll fátæk og þurfa á mat að halda til að standa sig í skólanum. Svo er hún búin að koma upp ,,sumarbúðum” utan við borgina, en þangað fer hún með krakka svo þau hangi ekki á götunni í skólaleyfum. Þessi gamla hugsjónakona er í virkjunuarhugleiðingum. Þar sem hún stendur fyrir utan bárujárnsskýlið sem hýsir krakkana uppi í sveit brennur heit sólin yfir henni. Hún vill virkja þessa orku svo krakkarnir geti lesið á kvöldin og jafnvel horft á sjónvarp. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna virkjun sólarorkunnar er ekki lengra komin en raun ber vitni eftir að ég kom hingað í land svimandi hárra rafmagnsreikninga. Hér er svo sannarlega nóg sól. Hvergi ský á himni mánuðum saman. Og Namibía er ekki auðugt land af annarri orku. Við flytjum helming rafmagns inn frá Suður Afríu, sem segist varla verða aflögufær lengi. Rússar hafa boðist til að setja upp kjarnorkuver, jafnvel á skipum undan ströndu, því hér finnst nægt úran í jörðu. Hollendingar eru að fara af stað með stór vindorkuver á ströndinni, þar er endalaus vindur af hafi. Og stjórnvöld ætla að gefa öllum heimilum sparperur, því ávinningurinn af því að allir noti slíkar perur er talinn í megavöttum. En sólin er alls staðar, hvert sem maður fer. Ný frétt vakti því athygli mína og staðfesti það sem mann grunar að of lítið hafi verið gert til að virkja sólina. Sólarknúið vasaljós er komið á markað. Mark Bent, frá Houston í Texas, er orðinn stjarna í ákveðnum hópum fyrir að hafa sett 250 þúsund dollara í að finna upp vasaljós sem nýtir sólarorku. Þetta er dæmigerð einföld og ódýr uppfinning sem breytir lífi milljóna manna. Á hlið vasaljóssins er lítill sólarpanell sem hleður rafhlöðurnar. Þær endast í „þúsund nætur“ eins og sagt er og þá er auðvelt að skipta þeim út fyrir lítið. Nú er hægt að kaupa sér svona vasaljós á Netinu og gefa um leið annað til Afríku, fyrir samtals 25 dollara. (Sjá BoGoLight.com þar sem eru myndir af ljósinu). Stórfyrirtæki hafa keypt stóra skammta og lagt til sem gjöf til velgjörðarmála. Tveir milljarðar manna búa utan við raforkunet heimsins. Innan við 1% af orkuvinnslu mannkyns kemur frá sól eða vindi. Olíulampar og fáfengileg eldstæði lýsa milljörðum manna. Börnin reyna að læra hóstandi í stybbunni, ræningjar gera fyrirsát í myrkri, slysahætta er margföld, fyrir utan að fólk sem jafnvel gætti veitt sér einhver lífsþægindi fær það ekki vegna raforkuskorts. Samt skín sólin yfir því alla daga. Sjálfur hef ég reynslu af því að virkja sólina heima á Íslandi, í litlu sumarhýsi og gert í 20 ár. Það virkar, þótt í smáum mæli sé. Hér í Afríku eru sólarknúðir vatnshitarar til, en þykja fremur klénir. Fyrir konu eins og Christinu Kharassis ætti að vera einfalt og ódýrt mál að breyta brennandi sólarorkunni í ljós á kvöldin. En henni er sagt að ódýrasta lausnin kosti 400 þúsund íslenskar krónur. Fyrir fólk í hennar stöðu hér í Afríku er það alltof dýrt. Og sumarbúðirnar eru langt utan við raforkunetið í landinu. Hvernig ætti hún að borga fyrir heimtaug og svo rafmagn sem hefur hækkað um 25% á tveimur árum? Ekki er olíurafstöð betri kostur eins og mál þróast á heimsmörkuðum. Spurningin sem maður kemst ekki hjá að velta fyrir sér er einföld: Hvers vegna er ekki búið að leysa þetta mál, af einhverjum af öllum þeim snillingum sem prýða jörðina? Ef þokkalega stæður hugsjónamaður getur virkjað sólina í vasaljós sem öllum standa til boða fyrir lítið fé, hvers vegna er ekki einhver aðeins betur stæður búinn að útfæra þetta fyrir heimili og skóla? Þegar maður heyrir um 20 dollara sólarljós frá hugsjónamanninum Mark Bent er ekki hægt að komast hjá því að velt fyrir sér hvers vegna ekki eru komir 50 dollara lampar inn í hvern strákofa í heiminum? En það er von. Mark er ekki hættur og næst verða það víst sólarknúin útvörp. Ps. Þeir sem vilja kynnast hugsjónakonunni Christinu Kharassis betur geta séð stuttmynd um hana á síðu minni, www.stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Christina Kharassis er hugsjónakona sem ég kynntist fljótlega hér í Namibíu. Hún varð nýlega sjötug. Hún rekur eins konar skólamötuneyti heima hjá sér, börnin í fátækrahverfinu koma til hennar úr skólanum til að fá hádegismat. Sum koma meira að segja í löngu frímínútum líka til að fá hressingu. Mörg eru munaðarlaus, nokkur með HIV smit, öll fátæk og þurfa á mat að halda til að standa sig í skólanum. Svo er hún búin að koma upp ,,sumarbúðum” utan við borgina, en þangað fer hún með krakka svo þau hangi ekki á götunni í skólaleyfum. Þessi gamla hugsjónakona er í virkjunuarhugleiðingum. Þar sem hún stendur fyrir utan bárujárnsskýlið sem hýsir krakkana uppi í sveit brennur heit sólin yfir henni. Hún vill virkja þessa orku svo krakkarnir geti lesið á kvöldin og jafnvel horft á sjónvarp. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna virkjun sólarorkunnar er ekki lengra komin en raun ber vitni eftir að ég kom hingað í land svimandi hárra rafmagnsreikninga. Hér er svo sannarlega nóg sól. Hvergi ský á himni mánuðum saman. Og Namibía er ekki auðugt land af annarri orku. Við flytjum helming rafmagns inn frá Suður Afríu, sem segist varla verða aflögufær lengi. Rússar hafa boðist til að setja upp kjarnorkuver, jafnvel á skipum undan ströndu, því hér finnst nægt úran í jörðu. Hollendingar eru að fara af stað með stór vindorkuver á ströndinni, þar er endalaus vindur af hafi. Og stjórnvöld ætla að gefa öllum heimilum sparperur, því ávinningurinn af því að allir noti slíkar perur er talinn í megavöttum. En sólin er alls staðar, hvert sem maður fer. Ný frétt vakti því athygli mína og staðfesti það sem mann grunar að of lítið hafi verið gert til að virkja sólina. Sólarknúið vasaljós er komið á markað. Mark Bent, frá Houston í Texas, er orðinn stjarna í ákveðnum hópum fyrir að hafa sett 250 þúsund dollara í að finna upp vasaljós sem nýtir sólarorku. Þetta er dæmigerð einföld og ódýr uppfinning sem breytir lífi milljóna manna. Á hlið vasaljóssins er lítill sólarpanell sem hleður rafhlöðurnar. Þær endast í „þúsund nætur“ eins og sagt er og þá er auðvelt að skipta þeim út fyrir lítið. Nú er hægt að kaupa sér svona vasaljós á Netinu og gefa um leið annað til Afríku, fyrir samtals 25 dollara. (Sjá BoGoLight.com þar sem eru myndir af ljósinu). Stórfyrirtæki hafa keypt stóra skammta og lagt til sem gjöf til velgjörðarmála. Tveir milljarðar manna búa utan við raforkunet heimsins. Innan við 1% af orkuvinnslu mannkyns kemur frá sól eða vindi. Olíulampar og fáfengileg eldstæði lýsa milljörðum manna. Börnin reyna að læra hóstandi í stybbunni, ræningjar gera fyrirsát í myrkri, slysahætta er margföld, fyrir utan að fólk sem jafnvel gætti veitt sér einhver lífsþægindi fær það ekki vegna raforkuskorts. Samt skín sólin yfir því alla daga. Sjálfur hef ég reynslu af því að virkja sólina heima á Íslandi, í litlu sumarhýsi og gert í 20 ár. Það virkar, þótt í smáum mæli sé. Hér í Afríku eru sólarknúðir vatnshitarar til, en þykja fremur klénir. Fyrir konu eins og Christinu Kharassis ætti að vera einfalt og ódýrt mál að breyta brennandi sólarorkunni í ljós á kvöldin. En henni er sagt að ódýrasta lausnin kosti 400 þúsund íslenskar krónur. Fyrir fólk í hennar stöðu hér í Afríku er það alltof dýrt. Og sumarbúðirnar eru langt utan við raforkunetið í landinu. Hvernig ætti hún að borga fyrir heimtaug og svo rafmagn sem hefur hækkað um 25% á tveimur árum? Ekki er olíurafstöð betri kostur eins og mál þróast á heimsmörkuðum. Spurningin sem maður kemst ekki hjá að velta fyrir sér er einföld: Hvers vegna er ekki búið að leysa þetta mál, af einhverjum af öllum þeim snillingum sem prýða jörðina? Ef þokkalega stæður hugsjónamaður getur virkjað sólina í vasaljós sem öllum standa til boða fyrir lítið fé, hvers vegna er ekki einhver aðeins betur stæður búinn að útfæra þetta fyrir heimili og skóla? Þegar maður heyrir um 20 dollara sólarljós frá hugsjónamanninum Mark Bent er ekki hægt að komast hjá því að velt fyrir sér hvers vegna ekki eru komir 50 dollara lampar inn í hvern strákofa í heiminum? En það er von. Mark er ekki hættur og næst verða það víst sólarknúin útvörp. Ps. Þeir sem vilja kynnast hugsjónakonunni Christinu Kharassis betur geta séð stuttmynd um hana á síðu minni, www.stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun