Erlent

Bráðnun íss hraðar hlýnun

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að bráðnun jökla, íss og snjós geti haft áhrif á allt að 40 prósent jarðarbúa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stofnuninni.

Áhrifin koma fram í hækkandi yfirborði sjávar, fleiri og stærri flóðum og auknum vatnsskorti. Auk þess verður hlýnun jarðar hraðari eftir því sem hlutfall íss af yfirborði jarðar minnkar, þar sem ís og snjór endurkastar geislum sólar meir en aðrir hlutar jarðarinnar.

Um 70 vísindamenn unnu að gerð skýrslunnar, sem birt var í Noregi í gær, daginn fyrir alþjóðlega umhverfisdaginn, sem er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×