Erlent

Annað eingetið hákarlsafkvæmi

Dýralæknum við sædýrasafn í Virginíu í Bandaríkjunum brá í brún þegar þeir komust að því við krufningu að dauður kvenkyns hákarl var þungaður. Í safninu er enginn karlkyns hákarl sömu tegundar, og ómögulegt annað en að ungviðið hafi verið eingetið.

Þetta er annað dæmið á örfáum vikum um að hákarl fjölgi sér án aðkomu karldýrs. Hamarsháfur í dýragarði í Nebraska fæddi lifandi afkvæmi á dögunum, og hafði karldýr hvergi komið þar nærri.

Hákarlinn í sædýrasafninu, sem kallaður var Tidbit, var svæfður í síðustu viku eftir að hann beit starfsmann. Talið er að þungunin gæti hafa valdið því að svefnlyfið dró hann til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×