Við vorum bara fimm Ögmundur Jónasson skrifar 8. maí 2007 06:00 Á þeim kjörtímabilum sem liðin eru síðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu saman ríkisstjórn hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í stað þess að framleidd væru 90 þúsund tonn af áli verða nú framleidd milljón tonn af áli og stefnir í enn meira – jafnvel þótt vitað sé að um er að ræða atvinnustarfsemi sem skapar minni virðisauka en flestar aðrar atvinnugreinar. Kárahnjúkunum var fórnað, tekist var á um Þjórsárverin, Jökulárnar í Skagafirði og ekki er útséð um aðrar náttúruperlur sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rennir hýru auga til. Og nú á að selja Landsvirkjun og öll hin orkufyrirtækin! Kannski eignast Alcan eða Alcoa Landsvirkjun og semja við sjálf sig um orkuverð. Allir muna eftir Landssímasölunni, vatnafrumvarpinu, S-hópnum, einkavinavæðingunni og hinum staðföstu stuðningsmönnum Íraksinnrásarinnar. Kannski muna færri eftir frumvarpinu um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn var færður langt niður í jarðskorpuna. Allir muna eftir afnámi húsnæðislaganna þar sem félagsleg úrræði voru strokuð út með þeim afleiðingum að efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn segir nú brýnast að einkavæða heilbrigðiskerfið. Misrétti fer vaxandi og mitt í allri velsældinni boðar stjórnmálaflokkur aðgerðaáætlun til að útrýma fátækt! Sá flokkur er að sjálfsögðu VG, sem hefur staðið vaktina undanfarin ár. Hve margir skyldu gera sér grein fyrir að við vorum bara fimm á þingi? Við hefðum verið öflugri helmingi fleiri að ekki sé minnst á fjórum sinnum fleiri, 20 talsins eins og þingmenn Samfylkingarinnar. Nú hræðast aðrir flokkar að VG kunni að eflast. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri þessa blaðs, skrifar leiðara skelfingu lostinn yfir þeim möguleika. Hann segir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eiga vel saman. Þeir flokkar þurfi lítið að slá af til að ganga í eina sæng. En ég spyr: Væri það gott fyrir þjóðina að áfram yrði keyrð sama stefna – án undansláttar? Er ekki kominn tími til að fá svolitla hrygglengju í velferðar-, umhverfis- og utanríkismálapólitíkina á Alþingi? Væri það ekki til góðs að þingmannafjöldi VG á Alþingi yrði fjórfaldaður? Hugsum málið með reynslu undangenginna ára í huga. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á þeim kjörtímabilum sem liðin eru síðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu saman ríkisstjórn hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í stað þess að framleidd væru 90 þúsund tonn af áli verða nú framleidd milljón tonn af áli og stefnir í enn meira – jafnvel þótt vitað sé að um er að ræða atvinnustarfsemi sem skapar minni virðisauka en flestar aðrar atvinnugreinar. Kárahnjúkunum var fórnað, tekist var á um Þjórsárverin, Jökulárnar í Skagafirði og ekki er útséð um aðrar náttúruperlur sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rennir hýru auga til. Og nú á að selja Landsvirkjun og öll hin orkufyrirtækin! Kannski eignast Alcan eða Alcoa Landsvirkjun og semja við sjálf sig um orkuverð. Allir muna eftir Landssímasölunni, vatnafrumvarpinu, S-hópnum, einkavinavæðingunni og hinum staðföstu stuðningsmönnum Íraksinnrásarinnar. Kannski muna færri eftir frumvarpinu um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn var færður langt niður í jarðskorpuna. Allir muna eftir afnámi húsnæðislaganna þar sem félagsleg úrræði voru strokuð út með þeim afleiðingum að efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn segir nú brýnast að einkavæða heilbrigðiskerfið. Misrétti fer vaxandi og mitt í allri velsældinni boðar stjórnmálaflokkur aðgerðaáætlun til að útrýma fátækt! Sá flokkur er að sjálfsögðu VG, sem hefur staðið vaktina undanfarin ár. Hve margir skyldu gera sér grein fyrir að við vorum bara fimm á þingi? Við hefðum verið öflugri helmingi fleiri að ekki sé minnst á fjórum sinnum fleiri, 20 talsins eins og þingmenn Samfylkingarinnar. Nú hræðast aðrir flokkar að VG kunni að eflast. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri þessa blaðs, skrifar leiðara skelfingu lostinn yfir þeim möguleika. Hann segir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eiga vel saman. Þeir flokkar þurfi lítið að slá af til að ganga í eina sæng. En ég spyr: Væri það gott fyrir þjóðina að áfram yrði keyrð sama stefna – án undansláttar? Er ekki kominn tími til að fá svolitla hrygglengju í velferðar-, umhverfis- og utanríkismálapólitíkina á Alþingi? Væri það ekki til góðs að þingmannafjöldi VG á Alþingi yrði fjórfaldaður? Hugsum málið með reynslu undangenginna ára í huga. Höfundur er þingmaður VG.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun