Jarðarbúar hafa ráð á að stöðva hlýnun 5. maí 2007 02:00 Öryggisvörður í Bangkok, þar sem vísindamenn hafa unnið að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, var með grímu fyrir vitum sér vegna mengunar í borginni. fréttablaðið/AP Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“ Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“
Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira