Stórkostleg sókn í menntamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2007 05:30 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun