Illugi í glerhúsinu Árni Páll Árnason skrifar 2. maí 2007 00:01 Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar