Flottar heimildarmyndir fyrir vestan 25. apríl 2007 09:00 Hálfdán Pedersen skipuleggur flotta heimildarmyndahátíð á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. MYND/Anton „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira