Múrar eru engin lausn Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2007 05:00 Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun