Fjárveitingarheimild úr draumi 5. apríl 2007 05:00 Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun