Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2007 05:00 Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun