Spartanskir magavöðvar 17. mars 2007 00:01 Skotinn Gerard Butler er kannski ekki öllum kunnur eins og er. En eftir að heimurinn sér hann sem Leonidas konung höggva mann og annan í leðurbrók með rauða skikkju í myndinni 300 á hann eflaust eftir að grafa sig í minni manna. Þá sérstaklega kvenþjóðinni og samkynhneigðum. Allt leikaraliðið í myndinni, þurfti að leggja á sig átta mánaða æfingarferli í ræktinni til þess að forða brellusérfræðingunum frá því að þurfa að tölvuteikna á þá ýktustu magavöðva sem sést hafa á hvíta tjaldinu í lengri tíma. Sagan er byggð á sannsögulegum atburðum, þegar 300 hermenn Spörtu vörðu klettabelti strandlengjunnar ásamt kónginum sjálfum fyrir innrás Persa og lögðu þar mörg þúsund hermenn áður en þeir féllu sjálfir. Ótrúlegt hugrekki þeirra kom blóði þjóðarinnar af stað sem varð til þess að Sparta hélt frelsi sínu. Myndin fer þó all frjálslega með staðreyndir, enda er hún nákvæmlega byggð, nær ramma fyrir ramma, á samnefndri myndasögu Frank Millers. Hann skrifaði einnig myndasöguseríuna sem Sin City var byggð á. Leikstjórinn Zack Snyder heldur í sömu hefð og leikstjórinn Robert Rodriguez gerði fyrir Sin City, að gæða myndarömmum Frank Millers lífi með því að fylgja þeim eftir í smáatriðum. Útkoman leiðir áhorfandann inn í afar sérstaka ævintýraveröld þar sem nánast allt er leyfilegt. Hugrakkir og fáir Spartverjarnir 300 sem vörðust innrás Persahers í Grikklandi til forna. Kvikmyndin 300 fylgir myndasögu Franks Miller ramma fyrir ramma. Samkvæmt þjóðsögunni voru Spartverjar mjög stolt þjóð og konungur þeirra, Leonidas, er sá stoltasti. Gerard Butler á prýðisleik í myndinni og er hárréttur maður til þess að gæða túlkun Millers á þeirri fornsagnapersónu lífi. Hann býr yfir dýrslegum eiginleikum. Sterkbyggður, þróttmikill og vakandi einstaklingur sem gnístir tönnum með nokkurra sekúndna millibili meðan á viðtalinu stendur. „Leonídas er mjög inni í sér og þögull. Mér leið alltaf eins og að djúpt undir niðri byggi hann yfir ótrúlegum skilningi. Það er ómögulegt að vita hvað hann er að hugsa. Hann er eins sterkur og valdamikill og þeir verða. Hann virðist hafa verið mjög einstakur maður og leiðtogi. Hugrekki hans virðist hafa jaðrað við geðveiki. Hann virðist þó búa yfir ákveðinni samúð, sem birtist örfá andartök í myndinni. Hann er líka hrokafullur andskoti!" Varstu varkár vegna þess að þú varst að leika goðsögn? „Já, auðvitað. Ég er nú samt vanur því. Eins og þegar ég tók að mér að leika drauginn í Phantom of the Opera-kvikmyndinni en þá bárust mér eflaust um tíu morðhótanir. Sumt fólk er mjög sorglegt. Ég fann fyrir pressu, en það finnst mér kjöraðstæður til þess að vinna. Ég hugsa að ég skili ekki jafn góðum árangri ef ég finn ekki fyrir pressu. Ég tók þessa ábyrgð á mig með það í huga að mig langaði til þess að gera honum hátt undir höfði. Mig langaði líka til þess að sýna vinnu Franks Miller virðingu og standa mig í augum leikstjórans og sjálfs míns. Þessir hlutir keyra mig áfram, og eyðileggja mig svo." Það verður augljóslega ekki gerð framhaldsmynd, áttu eftir að sakna Leonídas? „Já, það var alveg magnað að leika hann. Ég lærði heilmikið um Spartverja meðan á þessu stóð. Þeir voru svo fullir sjálfstrausti og voru fullir trú og ásetningi. Það er svo óvanalegt að sjá þetta. Bíómyndir fylgja yfirleitt þessari Rocky-formúlu þar sem hetjan er barin niður og fer í mikla sjálfsskoðun. Mér finnst frábært að Leonídas efast aldrei um sjálfan sig. Hann spyr sjálfan sig miklu frekar um hvað stríð snýst og hverjir Spartverjar séu. Kannski vissi hann að saga hans myndi lifa áfram og að það yrði búin til bíómynd þrjú þúsund árum seinna. Þetta er ekki flókin saga og persónurnar eru ekki mjög flóknar heldur. Það er engin ástæða til að vera að útskýra of margt. Áhorfandinn fer inn í þessa veröld og veit strax hverjir þessir menn eru. Þetta er náttúrlega goðsögn og því einfaldari sem þær eru, því auðveldara eiga allir með að tengja sig við þær." Hvernig var að þurfa að æfa svona mikið? „Hræðilegt! Við æfðum stanslaust í átta mánuði, en hvernig getur það mögulega verið nóg? Hvernig get ég mögulega verið Spartverji? Þessir gæjar gengu um með leggbrynjur og skildi úr kopar. Þeir voru kannski með 70 kíló utan á sér. Það er ekki svo langt síðan ég lék víking og eins og þá hugsaði ég með mér að hversu harður sem mér finnst ég vera þá er ég ekki nærri því eins harður og þeir voru. Samt, þegar við vorum að vinna þessa mynd fannst mér ég vera svaka nagli. Æfingarnar urðu aðalatriði hjá mér. Ég æfði á daginn á vegum kvikmyndafyrirtækisins, æfði svo í tvo tíma með áhættuleikurunum og fór svo heim og æfði í tvo tíma með einkaþjálfaranum. Ég vissi vel að ég var að ofæfa og að þetta væri ekki hollt fyrir mig." Hversu margar bollyftur þarf maður eiginlega að gera til þess að fá svona magavöðva? „Fullt," segir hann og hlær. „Þetta eru ekki bara bollyftur eða æfingar, líka mataræði. Venjulega passa ég ekkert upp á mataræðið." Verður maður þá að svelta sjálfan sig og lyfta vörubílum allann daginn? „Nei, þvert á móti. Þú verður að borða meira og reglulega. Ef þú borðar á nokkurra klukkustunda fresti þá eykur það efnaskiptin í líkamanum. Þegar þú borðar óreglulega fer líkaminn alveg í steik. Ég er nú samt engin heilsuráðgjafi, þannig að ekki taka of mikið mark á mér. Stuttu áður en ég byrjaði að æfa fyrir þessa mynd hætti ég að reykja, þannig að ég var alls ekki í góðu formi þegar ég tók að mér hlutverkið. Ég henti mér bara í þetta. Það var heilmikil samkeppni innan hópsins að koma sér í gott form. Ég fann líka að það varð mikilvægara og mikilvægara að vinna þessa vinnu, ekki bara til þess að ég liti vel út, heldur vegna þess að ég naut þess að finnast ég vera sterkur. Þetta er mjög ósýnilegur hlutur, einhver eldur sem maður fær í augun. Þegar ég var að skjóta á Íslandi fyrir myndina Beowulf & Grendel í miðjum hvirfilbyl þá gat ég ekki æft lengur, og mér fannst það bitna á persónunni sem ég var að leika, fannst hún mýkjast." Halli Hanson, Ingvar Sigurðsson og Berglind IceyUm leið og hann minntist á Ísland rámaði mig í að hafa heyrt um veru hans á klakanum. Um leið og ég segi honum að ég sé frá Íslandi lifnar yfir manninum og hann skiptir algjörlega um ham. Það er eins og hann leggi niður skjöld Leonídas konungs og líti á mig núna sem félaga. Hann fyllist þó nýjum eldmóði og greinilegt að hann á margar góðar minningar frá Íslandi. „Ertu frá Íslandi?" endurtekur hann eftir að ég hef upplýst hann, eins og hann trúi vart sínum eyrum. „Ég dýrka Ísland! Það er einn uppáhaldsstaðurinn á plánetunni. Ég fór aftur þangað um daginn. Þekkirðu Halla Hanson?" Mér líður allt í einu eins og ég sé staddur í eldhúspartíi í menntaskóla. Hérna er hann orðinn svo æstur að ég lýg, kinka bara kolli og svara játandi til þess að halda honum gangandi. Ég hef þó enga hugmynd um hvern hann er að tala um. „Já, er það? Hann var bílstjórinn minn! Aðstoðarmaður, andlegur gúrú og næringarráðgjafi. Ég fór til Íslands með það í hausnum að ég væri svo stór og sterkur," segir Gerard og syngur nánast orðin hálf hlæjandi, hann minnir mig allt í einu á tíu ára frænda minn þegar hann er að segja mér sögur af einu af mörgum ævintýrum sínum. „Svo þegar ég lenti á flugvellinum hitti ég þennan risa, Halla Hanson, og hann er eins og Súpermann! Faðmaði mig um leið og ég kom út og ég var bara eins og lítið barn miðað við þennan mann. Þá vissi ég að ég væri kominn til Íslands. Þekkirðu Ingvar Sigurðsson leikara?" Já, auðvitað. „Hann er búinn að búa í húsinu mínu hérna í London síðustu þrjár vikur. Húsið mitt hérna er að verða farfuglaheimili fyrir íslenska leikara í London. Ég elska Ísland, og ég held að ég ætli í heimsókn aftur eftir tvær eða þrjár vikur." Hvernig leist þér á kvenfólkið? Hér þagnar leikarinn skyndilega og það kemur mikið glott á andlit hans. Hann hristir höfuðið eins og hann sé að reyna að berjast við að halda aftur af sér. En svo springur hann. „Þekkirðu Berglindi Icey?" Já, auðvitað geri ég það. „Hún er náin vinkona mín í Los Angeles. Við höfum átt margar góðar stundir," allt í einu er eins og hann verði hálf feiminn. „En … eigum við ekki bara að halda áfram að tala um 300?" Ég reyni eins og ég get að kreista meira upp úr honum en hinn stolti Spartverji er þagnaður. Við verðum að fylla upp í eyðurnar með ímyndunaraflinu. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Skotinn Gerard Butler er kannski ekki öllum kunnur eins og er. En eftir að heimurinn sér hann sem Leonidas konung höggva mann og annan í leðurbrók með rauða skikkju í myndinni 300 á hann eflaust eftir að grafa sig í minni manna. Þá sérstaklega kvenþjóðinni og samkynhneigðum. Allt leikaraliðið í myndinni, þurfti að leggja á sig átta mánaða æfingarferli í ræktinni til þess að forða brellusérfræðingunum frá því að þurfa að tölvuteikna á þá ýktustu magavöðva sem sést hafa á hvíta tjaldinu í lengri tíma. Sagan er byggð á sannsögulegum atburðum, þegar 300 hermenn Spörtu vörðu klettabelti strandlengjunnar ásamt kónginum sjálfum fyrir innrás Persa og lögðu þar mörg þúsund hermenn áður en þeir féllu sjálfir. Ótrúlegt hugrekki þeirra kom blóði þjóðarinnar af stað sem varð til þess að Sparta hélt frelsi sínu. Myndin fer þó all frjálslega með staðreyndir, enda er hún nákvæmlega byggð, nær ramma fyrir ramma, á samnefndri myndasögu Frank Millers. Hann skrifaði einnig myndasöguseríuna sem Sin City var byggð á. Leikstjórinn Zack Snyder heldur í sömu hefð og leikstjórinn Robert Rodriguez gerði fyrir Sin City, að gæða myndarömmum Frank Millers lífi með því að fylgja þeim eftir í smáatriðum. Útkoman leiðir áhorfandann inn í afar sérstaka ævintýraveröld þar sem nánast allt er leyfilegt. Hugrakkir og fáir Spartverjarnir 300 sem vörðust innrás Persahers í Grikklandi til forna. Kvikmyndin 300 fylgir myndasögu Franks Miller ramma fyrir ramma. Samkvæmt þjóðsögunni voru Spartverjar mjög stolt þjóð og konungur þeirra, Leonidas, er sá stoltasti. Gerard Butler á prýðisleik í myndinni og er hárréttur maður til þess að gæða túlkun Millers á þeirri fornsagnapersónu lífi. Hann býr yfir dýrslegum eiginleikum. Sterkbyggður, þróttmikill og vakandi einstaklingur sem gnístir tönnum með nokkurra sekúndna millibili meðan á viðtalinu stendur. „Leonídas er mjög inni í sér og þögull. Mér leið alltaf eins og að djúpt undir niðri byggi hann yfir ótrúlegum skilningi. Það er ómögulegt að vita hvað hann er að hugsa. Hann er eins sterkur og valdamikill og þeir verða. Hann virðist hafa verið mjög einstakur maður og leiðtogi. Hugrekki hans virðist hafa jaðrað við geðveiki. Hann virðist þó búa yfir ákveðinni samúð, sem birtist örfá andartök í myndinni. Hann er líka hrokafullur andskoti!" Varstu varkár vegna þess að þú varst að leika goðsögn? „Já, auðvitað. Ég er nú samt vanur því. Eins og þegar ég tók að mér að leika drauginn í Phantom of the Opera-kvikmyndinni en þá bárust mér eflaust um tíu morðhótanir. Sumt fólk er mjög sorglegt. Ég fann fyrir pressu, en það finnst mér kjöraðstæður til þess að vinna. Ég hugsa að ég skili ekki jafn góðum árangri ef ég finn ekki fyrir pressu. Ég tók þessa ábyrgð á mig með það í huga að mig langaði til þess að gera honum hátt undir höfði. Mig langaði líka til þess að sýna vinnu Franks Miller virðingu og standa mig í augum leikstjórans og sjálfs míns. Þessir hlutir keyra mig áfram, og eyðileggja mig svo." Það verður augljóslega ekki gerð framhaldsmynd, áttu eftir að sakna Leonídas? „Já, það var alveg magnað að leika hann. Ég lærði heilmikið um Spartverja meðan á þessu stóð. Þeir voru svo fullir sjálfstrausti og voru fullir trú og ásetningi. Það er svo óvanalegt að sjá þetta. Bíómyndir fylgja yfirleitt þessari Rocky-formúlu þar sem hetjan er barin niður og fer í mikla sjálfsskoðun. Mér finnst frábært að Leonídas efast aldrei um sjálfan sig. Hann spyr sjálfan sig miklu frekar um hvað stríð snýst og hverjir Spartverjar séu. Kannski vissi hann að saga hans myndi lifa áfram og að það yrði búin til bíómynd þrjú þúsund árum seinna. Þetta er ekki flókin saga og persónurnar eru ekki mjög flóknar heldur. Það er engin ástæða til að vera að útskýra of margt. Áhorfandinn fer inn í þessa veröld og veit strax hverjir þessir menn eru. Þetta er náttúrlega goðsögn og því einfaldari sem þær eru, því auðveldara eiga allir með að tengja sig við þær." Hvernig var að þurfa að æfa svona mikið? „Hræðilegt! Við æfðum stanslaust í átta mánuði, en hvernig getur það mögulega verið nóg? Hvernig get ég mögulega verið Spartverji? Þessir gæjar gengu um með leggbrynjur og skildi úr kopar. Þeir voru kannski með 70 kíló utan á sér. Það er ekki svo langt síðan ég lék víking og eins og þá hugsaði ég með mér að hversu harður sem mér finnst ég vera þá er ég ekki nærri því eins harður og þeir voru. Samt, þegar við vorum að vinna þessa mynd fannst mér ég vera svaka nagli. Æfingarnar urðu aðalatriði hjá mér. Ég æfði á daginn á vegum kvikmyndafyrirtækisins, æfði svo í tvo tíma með áhættuleikurunum og fór svo heim og æfði í tvo tíma með einkaþjálfaranum. Ég vissi vel að ég var að ofæfa og að þetta væri ekki hollt fyrir mig." Hversu margar bollyftur þarf maður eiginlega að gera til þess að fá svona magavöðva? „Fullt," segir hann og hlær. „Þetta eru ekki bara bollyftur eða æfingar, líka mataræði. Venjulega passa ég ekkert upp á mataræðið." Verður maður þá að svelta sjálfan sig og lyfta vörubílum allann daginn? „Nei, þvert á móti. Þú verður að borða meira og reglulega. Ef þú borðar á nokkurra klukkustunda fresti þá eykur það efnaskiptin í líkamanum. Þegar þú borðar óreglulega fer líkaminn alveg í steik. Ég er nú samt engin heilsuráðgjafi, þannig að ekki taka of mikið mark á mér. Stuttu áður en ég byrjaði að æfa fyrir þessa mynd hætti ég að reykja, þannig að ég var alls ekki í góðu formi þegar ég tók að mér hlutverkið. Ég henti mér bara í þetta. Það var heilmikil samkeppni innan hópsins að koma sér í gott form. Ég fann líka að það varð mikilvægara og mikilvægara að vinna þessa vinnu, ekki bara til þess að ég liti vel út, heldur vegna þess að ég naut þess að finnast ég vera sterkur. Þetta er mjög ósýnilegur hlutur, einhver eldur sem maður fær í augun. Þegar ég var að skjóta á Íslandi fyrir myndina Beowulf & Grendel í miðjum hvirfilbyl þá gat ég ekki æft lengur, og mér fannst það bitna á persónunni sem ég var að leika, fannst hún mýkjast." Halli Hanson, Ingvar Sigurðsson og Berglind IceyUm leið og hann minntist á Ísland rámaði mig í að hafa heyrt um veru hans á klakanum. Um leið og ég segi honum að ég sé frá Íslandi lifnar yfir manninum og hann skiptir algjörlega um ham. Það er eins og hann leggi niður skjöld Leonídas konungs og líti á mig núna sem félaga. Hann fyllist þó nýjum eldmóði og greinilegt að hann á margar góðar minningar frá Íslandi. „Ertu frá Íslandi?" endurtekur hann eftir að ég hef upplýst hann, eins og hann trúi vart sínum eyrum. „Ég dýrka Ísland! Það er einn uppáhaldsstaðurinn á plánetunni. Ég fór aftur þangað um daginn. Þekkirðu Halla Hanson?" Mér líður allt í einu eins og ég sé staddur í eldhúspartíi í menntaskóla. Hérna er hann orðinn svo æstur að ég lýg, kinka bara kolli og svara játandi til þess að halda honum gangandi. Ég hef þó enga hugmynd um hvern hann er að tala um. „Já, er það? Hann var bílstjórinn minn! Aðstoðarmaður, andlegur gúrú og næringarráðgjafi. Ég fór til Íslands með það í hausnum að ég væri svo stór og sterkur," segir Gerard og syngur nánast orðin hálf hlæjandi, hann minnir mig allt í einu á tíu ára frænda minn þegar hann er að segja mér sögur af einu af mörgum ævintýrum sínum. „Svo þegar ég lenti á flugvellinum hitti ég þennan risa, Halla Hanson, og hann er eins og Súpermann! Faðmaði mig um leið og ég kom út og ég var bara eins og lítið barn miðað við þennan mann. Þá vissi ég að ég væri kominn til Íslands. Þekkirðu Ingvar Sigurðsson leikara?" Já, auðvitað. „Hann er búinn að búa í húsinu mínu hérna í London síðustu þrjár vikur. Húsið mitt hérna er að verða farfuglaheimili fyrir íslenska leikara í London. Ég elska Ísland, og ég held að ég ætli í heimsókn aftur eftir tvær eða þrjár vikur." Hvernig leist þér á kvenfólkið? Hér þagnar leikarinn skyndilega og það kemur mikið glott á andlit hans. Hann hristir höfuðið eins og hann sé að reyna að berjast við að halda aftur af sér. En svo springur hann. „Þekkirðu Berglindi Icey?" Já, auðvitað geri ég það. „Hún er náin vinkona mín í Los Angeles. Við höfum átt margar góðar stundir," allt í einu er eins og hann verði hálf feiminn. „En … eigum við ekki bara að halda áfram að tala um 300?" Ég reyni eins og ég get að kreista meira upp úr honum en hinn stolti Spartverji er þagnaður. Við verðum að fylla upp í eyðurnar með ímyndunaraflinu.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira