Kristín leikstýrir með Vesturporti 8. mars 2007 06:15 „Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira